Ferill 1091. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2168  —  1091. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um endurmat útgjalda.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðuneytið innleitt endurmat útgjalda samkvæmt skilgreiningu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD)? Ef svo er, hvenær var það gert og hvaða árangri hefur það skilað?

    Árið 2018 óskaði fjármálaráðuneyti eftir því að ráðuneyti legðu til verkefni í fyrsta hluta innleiðingar á slíku endurmati. Fjármálaráðuneyti taldi ekki tímabært að ráðast í þau verkefni sem utanríkisráðuneyti lagði til. Ekki hafa verið gerðar frekari tillögur að verkefnum. Að því sögðu fer fram regluleg endurskoðun á fjármálum útgjaldaliða ráðuneytisins í tengslum við útfærslu á aðhaldi hvers árs.

    Alls fór ein klukkustund í að taka þetta svar saman.